Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Starfsfólk og sjálfboðaliðar unnu að því fyrr í vikunni að leggja dúk yfir Þórsvöllinn til verndar og hjálpar við undirbúning fram að fyrstu leikjum.
Fyrstu meistaraflokksleikir sem settir eru á Þórsvöllinn í vor eru leikur Þórs og Vestra í Lengjudeild karla og leikur Þórs/KA gegn Breiðabliki 15. maí í Bestu deild kvenna. Upphaflega var fyrsti heimaleikur Þórs/KA, gegn Keflavík, settur á Þórsvöllinn 1. maí, en hann hefur verið færður upp á KA-svæði. Ekki var hægt að færa þann leik inn í Bogann vegna blakmóts sem fer fram þessa sömu helgi.
Skapti Hallgrímsson á Akureyri.net tók þessar myndir þegar unnið var að lagningu dúksins - sjá frétt á Akureyri.net.