Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sumaræfingar hjá yngri flokkum Þórs í fótbolta hefjast í dag, fimmtudaginn 6.júní á 109 ára afmæli félagsins.
Mjög mikilvægt er að foreldrar gangi frá skráningu á Sportabler en Sportabler er sérstakt samskiptaforrit sem þjálfarar nýta til að miðla öllum upplýsingum um æfingar, breytingar á æfingatímum og allt annað sem tengist starfinu.
Smelltu hér til að fá upplýsingar um skráningu í fótbolta.
Ljóst er að Þórssvæðið mun iða af lífi í allt sumar en fótboltaæfingar eru í gangi frá klukkan 9 á morgnana til 20 á kvöldin flesta daga sumarsins auk fjölda leikja í Íslandsmótum. Ljóst er að Boginn verður aðalkeppnissvæði yngri flokka liða Þórs í sumar en almennt er stefnt er að því að æfa sem mest utandyra á grassvæðum í yngstu flokkum.
Vanti þig einhverjar upplýsingar er hægt að hafa samband við Arnar Geir, yfirþjálfara, á arnar@thorsport.is