Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
U16 ára landslið Íslands í fótbolta taka þátt í UEFA Development mótum þessa dagana og eigum við þar fjóra fulltrúa.
Stelpurnar léku annan leik sinn í dag og unnu glæsilegan 4-0 sigur á Ísrael þar sem Karlotta Björk Andradóttir úr Þór/KA gerði annað mark Íslands. Stelpurnar unnu Tékkland 5-1 í fyrsta leik sínum í verkefninu þar sem Kolfinna Eik Elínardóttir úr Þór/KA gerði eitt af mörkum Íslands. Leikið er í Wales.
Strákarnir hófu leik í dag með leik gegn Armenum þar sem Þórsarinn Pétur Orri Arnarson bar fyrirliðaband íslenska liðsins. Hinn Þórsarinn í hópnum, Egill Orri Arnarsson lék síðasta hálftímann í leiknum sem lauk með 5-2 sigri Íslands í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var jöfn, 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. Leikið er á Möltu.
Bæði lið leika þrjá leiki í verkefnum sínum og munum við greina nánar frá ferðinni auk mynda þegar verkefnunum lýkur.