Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Fjórar frá Þór/KA æfa í dag og á morgun með U19 landsliðinu og ein frá Þór/KA er á leið með U16 landsliðinu á æfingamót á Norður-Írlandi í næstu viku.
Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U19 landsliðsins, valdi 27 leikmenn fyrir æfingar U19 landsliðsins sem fara fram í dag og á morgun. Þar af eru fjórar frá Þór/KA, þær Amalía Árnadóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir og Steingerður Snorradóttir.
U19 landsliðið býr sig undir þátttöku í milliriðli A2 fyrir EM þar sem mótherjarnir verða Austurríki, Írland og Króatía, en spilað verður í Krótatíu 2.-9. apríl. Sigurlið þessa riðils fer á lokamót EM sem fram fer í Litháen í júlí.
Eva S. Dolina-Sokolowska hefur verið valin í hóp U16 ára landsliðsins sem tekur þátt í UEFA móti sem fram fer á Norður-Írlandi. Ísland, Belgía, Norður-Írland og Spánn mæta þar með U16 landslið sín til leiks. Nánar um það mót síðar.