Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór tók á móti KR í fjórða leik sínum í Lengjubikarnum. Fjögur mörk gegn engu, fjórir sigrar í fjórum leikjum og sæti í undanúrslitum nánast tryggt.
KR er annað Bestudeildarfélagið sem mætir norður með ungt lið til að mæta Þórsliðinu, en Vestubæingar voru þó ívið eldri en Garðbæingarnir sem komu norður fyrir stuttu. Hvað sem því líður þá byrjuðu 11 leikmenn leikinn hjá hvoru liði. Þórsarar unnu KR-inga örugglega, skoruðu fjögur mörk gegn engu. Þetta var fjórði sigur Þórs í fjórum leikjum og liðið er nánast öruggt með efsta sæti riðilsins og sæti í undanúrslitum. Þór er með 12 stig og 14 mörk í plús, en KR, eina liðið sem getur náð þeim að stigum, er með níu stig og fjögur mörk í plúst. Þór mætir Fjölni í lokaumferðinni og KR mætir Stjörnunni. Þar þyrfti ansi margt að fara úrskeiðis til að Þórsarar myndu missa efsta sætið.
Þór - KR 4-0 (2-0)