Mikil gleði á Alimóti 5.flokks

5.flokkur karla hjá Þór fer á hverju ári í Kópavog og tekur þátt í skemmtilegu móti á vegum Breiðabliks í janúar. Um er að ræða þriggja daga mót sem ber nafnið Alimótið og má segja að mótið marki upphaf á nýju knattspyrnuári hjá yngri flokkum þar sem er jafnan um að ræða fyrsta mót nýs árs hjá yngri flokkum Þórs.

Alls tóku 39 Þórsarar þátt í mótinu og skipuðu fimm Þórslið sem öll voru flottir fulltrúar félagsins á þessu móti en önnur félög voru Breiðablik, HK, FH, Fjölnir, ÍA, KA og Þróttur.

Þrjú Þórslið gerðu sér lítið fyrir og tóku gullverðlaun með sér heim af mótinu. Í keppni A-liða hafnaði Þór í 1.sæti eftir að hafa sigrað KA í úrslitaleik. Þór sigraði í keppni C-liða eftir sigur á Breiðablik í úrslitaleik og í keppni D-liða fór Þór með öruggan sigur af hólmi. Liðsmyndir af sigurliðunum má sjá neðar í fréttinni.

Þjálfarar 5.flokks karla eru Hermann Helgi Rúnarsson, Brynjólfur Sveinsson og Tómas Örn Arnarson.

Gæti verið mynd af 6 manns, people playing football, people playing soccer og Texti þar sem stendur "Ali li Ali Ali Ali Ali Ali tid Ali Ali Ali mótio Ali Ali Ali A mótio Ili SIGURVEGARAR í HVÖMMUM1 PÓR ARON EINAR"

 

Gæti verið mynd af 3 manns, people playing soccer, people playing football og texti

 

Gæti verið mynd af 7 manns og Texti þar sem stendur "Ali Ali Ali Ali Ali Ali Ali motio Ali Ali Al Ali Ali Ali Ali Ali Ali Ali6 Ali Ali Ali Ali SIGURVEGARAR í SMÁRUM 1 Ali PäR HLYNUR BIRGIS"