Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar spiluðu fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum í Boganum í gær og unnu öruggan sigur á Keflvíkingum, 4-1. Tveir ungir leikmenn spiluðu sinn fyrsta opinbera KSÍ-meistaraflokksleik.
Þórsarar tefldu fram nýjum mönnum í leiknum, en þeir Marc Sörensen, Kristján Atli Marteinsson, Rafnar Máni Gunnarsson og Valdimar Daði Sævarsson voru allir að spila sína fyrstu opinberu KSÍ-keppnisleiki með Þór. Rafnar Máni og Valdimar Daði spiluðu leiki í Kjarnafæðismótinu, sem teljast ekki opinberir KSÍ-meistaraflokksleikir vegna minni krafna um hlutgengi leikmanna en í öðrum mótum. Þetta eru allt leikmenn sem komið hafa til Þórs á undanförnum vikum. Kristján Atli skoraði jafnframt sitt fyrsta mark fyrir Þór í gær.
Þá var hinn ungi Davíð Örn Aðalsteinsson (2006) í byrjunarliðinu að spila sinn fyrsta opinbera meistaraflokksleik (að frátöldum leikjum í Kjarnafæðismótinu) og einn sem verður 15 ára á árinu, Egill Orri Arnarsson (2008), en hann kom inn sem varamaður seint í leiknum. Skemmtileg blanda af reyndum aðkomumönnum og ungum og efnilegum heimamönnum.
Þórsarar komust í 2-0 með mörkum frá Kristjáni Atla og Alexander Má, en Keflvíkingar minnkuðu muninn í 2-1 fyrir leikhlé. Kristófer Kristjánsson spilaði seinni hálfleikinn og hann kom Þór í 3-1 á 60. mínútu og annar varamaður, Ingimar Arnar Kristjánsson, skoraði fjórða markið á 83. mínútu.
Þór er í riðli 4 í A-deild ásamt Fjölni, Keflavík, Fylki, K.A. og Þrótti. Sigur Þórs
Leikir Þórs:
Sunnudagur 12. febrúar kl. 16 í Boganum: Þór - Keflavík (Þór TV)
Laugardagur 18. febrúar kl. 15 á Fylkisvelli: Fylkir - Þór
Laugardagur 25. febrúar kl. 15:00 í Boganum: Þór - Fjölnir (Mögulega á Þór TV, ekki staðfest)
Fimmtudagur 2. mars kl. 19:30 í Boganum: K.A. - Þór
Laugardagur 11. mars kl. 15:00 á Þróttarvelli: Þróttur - Þór
Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.
Hér eru mörkin úr leiknum, úr útsendingu á Þór TV.