Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið leikmannahópinn fyrir tvo síðustu leikina í Þjóðadeild UEFA. Ísland mætir Wales á útivelli 1. desember og Danmörku, einnig á útivelli, 5. desember.
Það kemur okkur auðvitað ekkert á óvart að Sandra María Jessen er áfram í þessum hópi enda hefur hún verið í byrjunarliði landsliðsins í þeim fjórum leikjum sem liðið hefur spilað í Þjóðadeildinni hingað til.
Sandra María er nú komin með 37 landsleiki í sarpinn og vonandi bætast tveir við innan tíðar.
Ísland hefur leikið fjóra leiki hingað til, unnið einn og tapað þremur. Sigurinn kom í fyrsta leik liðsins í mótinu, á heimavelli gegn Wales. Úrslitin í leiknum gegn Wales 1. desember skipta miklu máli upp á áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar.