Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Í dag lýkur keppni í Bestu deild kvenna, efri hlutanum, með þremur leikjum. Þór/KA mætir F.H. í Hafnarfirði og hefst leikurinn kl. 15:45.
Fyrir leikinn í dag er Þór/KA í 5. sæti með 32 stig og F.H. í neðsta sæti efri hlutans með 28 stig. Þróttur er sæti ofar en Þór/KA með 35 stig og því gæti Þór/KA náð Þrótti að stigum, en liðin munu þó ekki hafa sætaskipti þó svo fari því markamunur Þróttara er mun betri en hjá Þór/KA. Það er því ljóst að Þór/KA mun enda Bestu deildina 2023 í 5. sæti, sem ber besti árangur liðsins frá 2019.
Leiktíminn í dag er óvenjulegur, en hann markast af því að ekki eru flóðljós á heimavelli F.H. og því ekki hægt að spila leikinn seinna að deginum. Þegar upp er staðið skiptir það heldur ekki máli eins og staðan í deildinni er núna því það eru aðeins Breiðablik og Stjarnan sem eru að berjast um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Þó leiktíminn sé óvenjulegur og komið fram á haust hvetjum við að sjálfsögðu okkar fólk til að mæta í Hafnarfjörðinn og styðja stelpurnar - síðasta tækifærið til þess á þessu ári.