Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti Bestu deildarinnar í dag með öruggum og sannfærandi 3-0 sigri á Selfyssingum á Þórsvellinum.
Leikurinn var í 8. umferð Bestu deildarinnar, en auk hans hefur Þór/KA spilað einn bikarleik. Leikurinn í dag var hins vegar fyrsti leikurinn sem liðið spilar á velli sem það hefur spilað á áður í vor. Þetta var semsagt annar leikur liðsins á Þórsvellinum, en hinir heimaleikirnir voru á KA-svæðinu og í Boganum.
Þór/KA hafði tögl og hagldir í leiknum í dag og sigurinn að segja má aldrei í hættu. Tvö mörk með stuttu millibili snemma í leiknum gáfu tóninn og þriðja markið snemma í þeim seinni kláraði dæmið.
Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði fyrsta markið á 10. mínútu og var það hennar fyrsta mark í efstu deild í hennar fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild. Una Móeiður er nýkomin af stað aftur eftir meiðsli sem hún varð fyrir í mars og átti frábæran leik í dag. Sandra María Jessen bætti við öðru marki aðeins þremur mínútum síðar og staðan 2-0 eftir fyrri hálfleikinn. Sandra þar með markahæst í deildinni með fimm mörk. Tahnai Annis bætti svo þriðja markinu við þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, en hún skoraði þá skallamark eftir hornspyrnu frá Jakobínu Hjörvarsdóttur.
Fyrir leikinn í dag hafði Þór/KA tapað þremur leikjum í deildinni og einum í bikarnum í röð, auk þess að hafa ekki skorað í síðustu þremur leikjum, þannig að þrjú mörk, sigur og þrjú stigur voru sannarlega kærkomin í dag.
Nánar er fjallað um leikinn á thorka.is.
Næsti leikur Þórs/KA er gegn Tindastóli 21. júní, en með þeim leik lýkur fyrri hluta af hinni hefðbundnu deildarkeppni.