Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Í júnímánuði héldu tveir Þórshópar til Vestmannaeyja í keppnisferð sem lifir alltaf lengi í minnum þeirra sem þar taka þátt í frábærum knattspyrnumótum Eyjamanna.
Stelpurnar í 5.flokki tóku þátt í TM-mótinu dagana 9-11.júní og tefldum við Þórsarar fram þremur liðum sem öll stóðu sig með prýði en hvert lið spilaði alls tíu leiki í mótinu á keppnisdögunum þremur.
Eins og venja er á Eyjamótunum var leikinn landsleikur á milli landsliðs og pressuliðs þar sem Helena Fönn Hákonardóttir var fulltrúi Þórs.
Þór 3 fór heim með bikar eftir glæsilegan 4-2 sigur á Hamar 2 í úrslitaleik Gandíbikarsins.
Þjálfarar Þórs á mótinu voru Margrét Árnadóttir, Hulda Björg Hannesdóttir og Arnar Geir Halldórsson.
Orkumótið
Um síðustu helgi fetuðu strákarnir í 6.flokki í fótspor stelpnanna þegar þeir tóku þátt í Orkumótinu.
Þar var Þór sömuleiðis með þrjú lið sem öll áttu ágætis gengi að fagna en Þór 2 gerði sér lítið fyrir og vann Heimaklettsbikarinn eftir 4-1 sigur á HK 3 í úrslitaleik.
Líkt og hjá stelpunum var leikinn landsleikur milli landsliðs og pressuliðs þar sem Sigmundur Ævar Ármannsson var fulltrúi Þórs.
Þjálfarar Þórs á mótinu voru Garðar Marvin Hafsteinsson og Ármann Pétur Ævarsson.
TM-mótið - Þór 3 sem vann Gandíbikarinn
TM-mótið - Allur hópurinn studdi vel við Þór 3 í úrslitaleiknum.
Orkumótið - Þór 2 fagnar sigri á mótinu og unnu að lokum Heimaklettsbikarinn