Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Við fórum á fyrsta Diplómamót tímabilsins núna fyrir skömmu. Það var haldið í sal Hnefaleikafélags Kópavogs. Við vorum með 6 keppendur á mótinu það voru þau Bragi Freyr Eiríksson, Arnar Geir Kristbjörnsson, Tómas Bergsson, Gunnar Benedikt Hansen Einarsson, Stefán Karl Ingvarsson og Valgerður Telma Einarsdóttir.
Bragi var fyrstur inn í hring, hann hafði endað síðasta tímabil á að detta af rafmagnshlaupahjóli og lærbrotna. En hann hefur greinilega notað sjúkratíman í að stúdera Floyd Mayweather jr. því hann skellti bara upp Philly Shell vörninni og boxaði eins og hann hafi ekki gert annað í allt sumar. Mjög skemmtilega gert hjá Braga og verður spennandi að fylgjast með honum í vetur.
Arnar Geir var næstur á svið. Hann hafði átt í erfiðleikum með skál af núðlusúpu kvöldið áður (því hún var svo bragðvond), en það aftraði honum ekki í boxinu. Arnar var mjög þéttur allan tímann og duglegur að blanda saman skrokk og höfuðhöggum. Hann boxaði mjög vel og eftir viðureignina hafði hann safnað nógu mörgum stigum til að fá Bronsmerki HNÍ.
Tómas fór svo uppi hring, hann er að vinna í að fá Diplómaviðurkenningu. Tómas stóð sig þokkalega á móti aðeins stærri og reyndari andstæðing. Hann þarf þó að mýkja hreifngarnar sínar því hann virkar oft soldið stífur, en um leið og það kemur liggja höggin miklu betur fyrir honum og hann þarf ekki að bregðast jafn gróft við til að verja sig. Nokkrar ferðir í viðbót í hringinn og þetta verður komið hjá honum.
Valgerður Telma kom suður með flugi, hún var búin að vera síðustu daga í göngum og koma kindum neðan af fjöllum. Hún er að safna sér í silfurmerki Hnefaleikasambandsins og þarf því að sýna mjög fjölbreytar leiðir til árása, gagnsókna og við að verja sig. Valgerður byrjaði mjög vel og sýndi allar sýnar bestu hliðar, í annari lotu virðist hún samt hafa ruglað hvítri skirtu dómarans við hvíta ull kindanna, því hún óð bara hring eftir hring af svo miklum krafti að dómarinn þurfti að taka til fótanna. Valgerður áttaði sig svo á að þetta var ekki málið og hóf að boxa á ný. Alltaf gaman að horfa á Valgerði boxa.
Stefán Karl var svo næstur, hann var á móti hávöxnum andstæðing sem var með góða stungu. Stefán var 3x varaður við fyrir að halda hendinni úti og eftir þriðja skiptið hætti hann því alveg. Þetta er algengt að sjá í mma bardögum en er bannað í hnefaleikum. Stefán var mjög flottur, þarf aðeins að bæta sig í gagnárásum og svo nota þær meira. Var soldið annaðhvort í sókn eða vörn. En þetta var góð viðureign fyrir Stefán og hann er vel á veg kominn með að safna sér uppí bronsmerki Hnefaleikasambandsins.
Gunnar Benedikt Hansen Einarsson mætti svo honum Róbert Lúðvíkssyni sem byrjaði nú hnefaleika hjá okkur en flutti svo til Akraness. Gunnar var duglegur að nota stunguna til að koma sér í færi, og jafnvel útúr vandræðum. Hann var góður að nota stunguna í magann, og náði að halda Róberti þokkalega vel í burtu. Mjög góð viðureign hjá þeim tveim.
Önnur umferð Bikarmóts HNÍ var svo haldin 16.09. og fór það mót fram í sal Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar.
Sveinn Sigurbjarnason var eini Þórsarinn sem átti leik á því móti. Sveinn hafði unnið í fyrstu umferðinni og átti nú leik við Benedikt Eiríksson úr HFH. Ef Svenni myndi vinna þessa viðureign væri hann orðinn bikarmeistari í sínum flokk.
Fyrsta lotan var nokkuð jöfn, en Benedikt var þó alltaf skrefinu á undan, þegar Sveinn náði að koma inn einu höggi nái Benni að svara með tveimur. Önnur lota var svipuð og sú fyrsta, þar sem Svenni var að leita leiða til að koma inn höggum en gaf alltaf jafnan færi á sér þegar hann náði að skora. Þegar kom svo í þriðju lotuna var Svenni byrjaður að ná yfirhöndinni en komst aldrei nógu langt fram úr, því hann var ekki nógu duglegur við að koma sér undan sveiflu höggum frá Bendikt og var að fá óþarfa högg beint í smettið. Sem varð til þess að hann vann þriðju lotuna ekki með nógu miklum mun til að vinna viðureignina. Allt í allt var þetta mjög skemmtileg og spennandi viðureign há Sveini Og Benedikt og verður gaman að sjá þá boxa aftur seinna.
viðureignina má sjá hér https://www.youtube.com/watch?v=OhHQVAYBe-k