Í dag er leikdagur og mikið um að vera í kvöld, herrakvöld Þórs og kvennakvöld Þórs og KA, með sameiginlegu balli í Sjallanum frá miðnætti.
Halldór Kristinn Harðarson - einnig þekktur undir listamannsnafninu KÁ-AKÁ - hefur sent frá sér lagið Hamarinn - eða það sem hann kallar Þórs- og herrakvöldslagið 2023 í pistli á Facebook. Í pistlinum brýnir hann Þórsara til baráttu og segir:
Þetta lag á að minna okkur fyrir hvað við stöndum, að vera Þórsari er ekki bara það að halda með einhverju liði út á landi, það er lífstíll. Blóðheitir þorparar sem taka höndum saman, valsa út á vígvöllinn og öskra sig saman í stríð, virða merkið og klúbbinn, tilbúnir að drepast á vígstað sama hvort það sé í sjálfboðavinnu eða sem fyrirliði meistaraflokks, við erum eitt. Ég trúi ad við séum núna á tímamótum þar sem Þór fer að skína almennilega sem klúbbur, hann hefur legið í dvala en nú er matartími og við ætlum öll að éta saman sem hjörð.
Leggið textan á minnið því hann verður kveðinn ansi hátt þegar ég stíg á svið á herrakvöldinu á morgun.
Mér þætti vænt um ef þið gætuð deilt laginu og taggað mig á instagram og facebook “halldork”
Smellið á myndina til að opna Spotify og hlusta á lagið.