Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Maddie Sutton skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og átti fimm stöðsendingar í sigrinum á Snæfelli í gær. Pabbi hennar og afi eru í heimsókn og fylgdust stoltir með stelpunni sinni hjálpa Þórsliðinu að klára einvígið.
Það þarf ekki mikla spekinga eða sérfræðinga til að sjá að Maddie Sutton hefur verið mikilvægasti leikmaður Þórsliðsins í vetur enda hér á ferðinni einn besti alhliða leikmaður deildarinnar. Hún hefur tekið flest fráköst allra leikmanna í deildinni - þó ekki að meðaltali miðað við spilaðar mínútur. Eins og sést á meðfylgjandi skjáskoti af kki.is er hún með næstflest fráköst að meðaltali í leik og næsthæsta framlag allra leikmanna deildarinnar að meðaltali.
Við fengum Maddie í viðtal eftir leikinn í gær og það sem henni var efst í huga var að liðið hafði sjálfstraust og trú á verkefninu - og leikmenn hefðu gaman af því sem þær eru að gera og þegar það er uppi á teningnum geti enginn stöðvað þær.
Við fengum svo einnig smá bónust því faðir og afi hennar hafa verið hér á landi í nokkra daga í heimsókn og hafa að sjálfsögðu mætt á leiki liðsins. Þeir fóru í Hólminn í gær og sáu sína stelpu eiga stórleik, einu sinni sem oftar. Við spjölluðum líka við Steve Sutton eldri og Steve Sutton yngri að leikslokum í gær.