Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þristurinn sem Hrefna Ottósdóttir skoraði þegar rúmar sjö mínútur voru liðnar af fyrsta leikhluta í leik Þórs og Stjörnunnar í Subway-deild kvenna í gær var fyrsta þriggja stiga karfa kvennaliðs Þórs í leik í efstu deild í sögunni!
Á þetta var bent í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Eins og margoft hefur komið fram er Þór nú með kvennalið í efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta í fyrsta skipti frá 1978, eða í 45 ár. Hrefna skoraði mest Þórskvenna í gær, 17 stig, þar af voru fimm þristar. Það að Hrefna hafi í gær skorað fyrsta þrist í sögu kvennaliðs félagsins í efstu deild í þessu samhengi helgast af því að þegar Þór átti síðast kvennalið í efstu deild var þriggja stiga línan ekki komin til sögunnar. Hún var nefnilega fyrst tekin upp í NBA 1979 og svo í evrópskum körfubolta 1984. Konurnar sem spiluðu fyrir Þór í efstu deild – og unnu vel að merkja þrjá Íslandsmeistaratitla – fengu því aldrei tækifæri til að skora þriggja stiga körfur í efstu deild. Þriggja stiga línan var svo reyndar færð frá 6,25 metrum í 6,75 metra 2010, en það er önnur saga.
Í þessu sambandi er gaman að rifja upp leik frá 26. janúar 2019 þegar kvennalið Þórs mætti liði Hamars í 1. deildinni. Hrefna skoraði þá 38 stig, þar af voru tíu þristar. Þá var til gamans tekið saman myndband með öllum 38 stigum Hrefnu. Í myndbandinu má meðal annarra sjá þáverandi þjálfara Þórs, Helga Rúnar Bragason, en hans var minnst með mínútu þögn fyrir leikinn í gær. Helgi Rúnar lést aðeins 49 ára að aldri í lok ágúst.
Einhvern tíma verður allt fyrst, segir máltækið, og það var fleira að gerast í fyrsta skipti hjá kvennaliði Þórs í efstu deild í gær, reyndar bara í fyrsta skipti í 45 ár. Hér eru nokkur slík atriði:
Sigurinn í gær var svo auðvitað fyrsti sigur kvennaliðs Þórs í efstu deild í rúm 45 ár, en gárungarnir gætu svo bætt við að liðið sé taplaust í efstu deild í rúm 45 ár. Það gæti þó breyst þegar líður á veturinn.