Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Emma Karólína Snæbjarnardóttir, leikmaður Þórs í körfuknattleik, fer til Þýskalands og æfir með U15 liði landsins í fimm daga.
Móðir Emmu, Nicole Kristjánsson, er fædd og uppalin í Heidelberg í Þýskalandi. Eftir rúma viku heldur Emma einmitt til Heidelberg til að taka þátt í æfingabúðum U15 landsliðs Þýskalands. Emma er með tvöfalt ríkisfang og getur því valið hvort liðið sem er, Ísland eða Þýskaland, en í hennar aldursflokki er reyndar leyfilegt að spila landsleiki með báðum landsliðunum. Það breytist hins vegar eftir ár og þá þarf hún að velja á milli - ef henni skyldi standa bæði landsliðin til boða. Það gæti farið eftir því hvernig hún stendur sig í æfingabúðunum í Heidelberg.
Emma er ein af 33 stelpum sem koma saman til æfinga í U15 hópi Þýskalands. Hinar 32 eru valdar í sínum heimafylkjum og eru því þannig séð fulltrúar ákveðinna svæða innan landsins og njóta styrkja frá sínum svæðum. Emma er reyndar afmælisbarn dagsins. Hún er fædd 17. maí 2008 og verður því 15 ára í dag.
Sjá einnig: Í æfingabúðir hjá þýska U15 landsliðinu | akureyri.net