Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA vann verðskuldaðan og öruggan sigur á liði Stjörnunnar á Samsung-vellinum í Garðabæ í gær og er enn í 3. sæti Bestu deildarinnar, í humátt á eftir Breiðabliki og Val. Sandra María Jessen skoraði 100. markið sitt í efstu deild Íslandsmótsins og Hildur Anna Birgisdóttir skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki.
Heimakonur í Stjörnunni komust reyndar yfir eftir sex mínútna leik með marki eftir þvögu sem myndaðist upp úr aukaspyrnu frá Andreu Mist Pálsdóttur. Okkar konur létu það ekki á sig fá heldur náðu smátt og smátt betri tökum á leiknum og á 30. mínútu jafnaði Sandra María Jessen þegar hún stýrði sendingu/skoti Agnesar Birtu Stefánsdóttur í markið. Hildur Anna Birgisdóttir kom inn á eftir leikhléið og eftir um tvær mínútur skoraði hún beint úr hornspyrnu, hennar fyrsta mark í meistaraflokki. Aðeins tveimur mínútum síðar bætti Margrét Árnadóttir við þriðja markinnu þegar Agnes Birta skallaði boltann eftir hornspyrnu og Margrét náði að koma honum í markið. Sandra María Jessen skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þórs/KA eftir fyrirgjöf frá Amalíu Árnadóttur, sem þá hafði verið inni á vellinum í rétt um tvær mínútur.
Stjarnan - Þór/KA 1-4 (0-1)
Með sigrinum er Þór/KA komið með 18 stig úr átta leikjum, situr í 3. sætinu, með jafn mörg stig og Valur, en þremur stigum á eftir Breiðabliki. Bæði þessi lið eiga þó leik til góða á Þór/KA.
Næsti leikur er heimaleikur gegn Fylki föstudaginn 21. júní kl. 18.
Nánar á thorka.is.