Fimm í undirbúningi U15 í körfubolta

Körfulogo
Körfulogo

Fimm í undirbúningi U15 í körfubolta

Nú um helgina verða æfingar hjá U14 í körfubolta sem er lokaundirbúningur fyrir fyrstu landsliðsverkefni U15.

Þarna er um að ræða ungmenni sem fædd eru á árinu 2008. Gaman er að geta sagt frá því að þarna eigum við Þórsarar fimm fulltrúa þ.e. þrjár stúlkur og tvo drengi.

Þetta eru; Hugrún Birta Bergmannsdóttir, Emma Karólína Snæbjarnardóttir, Vaka Bergrún Jónsdóttir, Dagur Vilhelm Ragnarsson og Daníel Davíðsson.

Æfingahelgar fyrir þessa hópa í sumar verða tvær og sú fyrri er núna helgina 4.-5. júní.

Yfirþjálfarar eru Andrea Björt Ólafsdóttir hjá stelpunum og Karl Ágúst Hannibalsson hjá strákunum.

Óskum okkar krökkum til hamingju og góðs gengis.