Flottur árangur hjá U16 landsliðum Íslands

Pétur Orri (númer 4) var fyrirliði Íslands í verkefninu.
Pétur Orri (númer 4) var fyrirliði Íslands í verkefninu.

Fjórir fulltrúar frá Þór og Þór/KA tóku þátt í UEFA Development móti með U16 ára landsliði Íslands á dögunum

Karlotta Björk Andradóttir og Kolfinna Eik Elínardóttir voru hluti af íslenska liðinu sem keppti sína leiki í Wales. Skemmst er frá því að segja að íslenska liðið vann alla sína leiki örugglega; 5-2 sigur á Tékkum, 4-0 sigur á Ísrael og loks 4-0 sigur á Wales.

Karlotta og Kolfinna komu við sögu í öllum leikjum íslenska liðsins og tókst báðum að skora en Kolfinna skoraði gegn Tékkum og Karlotta gegn Ísrael.

Á sama tíma voru Egill Orri Arnarsson og Pétur Orri Arnarson með U16 karla á Möltu þar sem þeir léku sömuleiðis þrjá leiki.

Ísland vann 4-1 sigur á Möltu og 5-2 sigur á Armeníu (eftir vítakeppni) en tapaði 3-2 fyrir Eistlandi. Komu Þórsararnir við sögu í öllum leikjum Íslands og var Pétur Orri fyrirliði í leiknum gegn Möltu og gegn Armenum.

Við óskum okkar fólki til hamingju með flottan árangur og hlökkum til að fylgjast með þeim á vellinum í sumar.

U16 kvenna - Kolfinna í treyju númer 4 og Karlotta önnur til vinstri í neðri röð.

Fulltrúar Þórs í U16 karla - Pétur Orri númer 4 og Egill Orri númer 13