Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll á Ásnum eru hafnar. Stefnt er að því að taka völlinn í notkun í júní á næsta ári.
Verktakafyrirtækið Nesbræður ehf. sjá um fyrsta áfanga verksins, þ.e. um jarðvegsvinnu og frágang við gerð undirlags fyrir gervigras.
Stór ökutæki verða því á ferðinni í Skarðshlíðinni næstu misserin og bendum við á færslu frá Nesbræðrum á Facebook vegna þessa og tökum undir þeirra orð.
Frábært væri ef foreldrar/forráðamenn myndu upplýsa börnin sín um þessar framkvæmdir líka og biðja þau um að vera ekki við svæðið þegar verið er að vinna og hafa augu og eyru opin þegar þau eru að þvera Skarðshlíðina.