Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sautján pör tóku þátt í karlaflokknum í meistaramóti Þórs í 501 í pílukasti, tvímenningi, í dag. Friðrik Gunnarsson og Óskar Jónasson sigruðu Ágúst Örn Vilbergsson og Inga Þór Stefánsson í úrslitaviðureigninni.
Pörunum var skipt í fjóra riðla, fimm pör í einum riðlinum. Síðan tók við útsláttarkeppni og komust öll liðin áfram úr riðlinum nema neðsta liðið í fimm liða riðlinum.
Ágúst Örn Vilbergsson og Ingi Þór Stefánsson mættu Sverri Frey Jónssyni og Viðari Valdimarssyni í undanúrslitum. Ágúst Örn og Ingi Þór höfðu orðið neðstir í sínum riðli, en unnu viðureignir sínar í 16 liða og fjórðungsúrslitum, 4-1 og 4-3. Sverrir Freyr og Viðar urðu í 2. sæti í sínum riðli og unnu sínar viðureignir í 16 liða og fjórðungsúrslitum, 4-1 og 4-2. Í undanúrslitunum voru það Ágúst Örn og Ingi Þór sem höfðu betur, 5-4.
Hin undanúrslitaviðureignin var á milli Markúsar Darra Jónassonar og Heiðmars Arnar Sigmarsonar annars vegar og Óskars Jónassonar og Friðriks Gunnarssonar hins vegar. Markús Darri og Heiðmar Örn höfðu unnið sinn riðil og síðan báðar viðureignirnar í 16 liða og fjórðungsúrslitum, 4-3. Óskar og Friðrik enduðu í 2. sæti í sínum riðli þar sem þrjú pör voru jöfn með tvo sigra. Þeir fóru svo í gegnum útsláttarkeppnina með tveimur 4-2 sigrum áður en þeir mættu Markúsi Darra og Heiðmari Erni í undanúrslitunum. Þar höfðu Óskar og Friðrik sigur, 5-2.
Það voru því Ágúst Örn Vilbergsson og Ingi Þór Stefánsson sem mættu Friðriki Gunnarssyni og Óskari Jónassyni í úrslitaviðureigninni í karlaflokki. Ágúst Örn og Ingi Þór voru komnir með 3-2 forystu, en Friðrik og Óskar unnu þá fjóra leggi í röð og unnu viðureignina 6-3. Óskar þar með kominn með tvo meistaratitla á jafn mörgum dögum, en hann vann meistaramót Þórs í krikket, einmenningi, í gærkvöld.
Hluta leikjanna í mótinu var streymt í samvinnu við Live Darts Iceland - sjá streymi 1 hér og streymi 2 hér. Síðasta viðureignin í streymi 1 er úrslitaleikurinn í karlaflokki.
Myndaalbúm frá mótinu og fleiri píluviðburðum er komið inn á síðuna - opna myndaalbúm.
Hér má sjá röðina í riðlunum:
Hér eru viðureignirnar í útsláttarkeppninni: