Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA mætti ÍBV í 12. umferð Bestu deildarinnar á Þórsvellinum í gær. Gestirnir flugu heim með öll sitigin.
0-1 Olga Sevcova (46')
0-2 Holly Oneill (63')
Þór/KA situr í 5. sæti Bestu deildarinnar að loknum 12 umferðum, núna þegar þriggja vikna hlé verður á deildinni vegna lokamóts EM U19.
Þróttur og FH unnu bæði sína leiki í 12. umferðinni og fóru upp fyrir Þór/KA, en munurinn er þó lítill, 21, 20 og 19 stig hjá þessum þremur liðum.
Bæði lið fengu ágætis færi í fyrri hálfleiknum sem ekki nýttust og staaðan 0-0 í leikhléi. ÍBV náði forystunni strax á upphafsmínútu seinni hálfleiksins og bætti svo við öðru marki á 63. mínútu. Þór/KA fékk færi í seinni hálfleiknum, en þau skiluðu ekki mörkum og niðurstaðan því 0-2 tap.
Í leikmannahópi Þórs/KA í gær voru tvær sem ekki hafa komið við sögu í Bestu deildinni og ekki verið í leikmaannahópnum áður. Þetta eru þær Bríet Fjóla Bjarnadóttir (2010) og Bríet Kolbrún Hinriksdóttir (2009), sem er markvörður og kom inn í hópinn í gær.
Næstu leikir hjá Þór/KA í Bestu deildinni verða í byrjun ágúst.