Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar fá gullið tækifæri í kvöld, á heimavelli og vonandi í fullri Íþróttahöllinni, til að endurheimta sæti í Olísdeild karla í handbolta eftir nokkurra ára fjarveru þegar þeir mæta Fjölni í fjórða leik úrslitaeinvígis Grill 66 deildarinnar.
Þórsliðinu hefur vaxið ásmegin í úrslitakeppni Grill 66 deildarinnar eftir vonbrigði á lokakafla deildarkeppninnar. Þrátt fyrir að hafa endað neðstir þeirra fjögurra liða sem máttu fara upp um deild hafa þeir nú stolið heimavellinum af tveimur liðum, Herði og Fjölni.
Útisigur í oddaleik á Ísafirði var gott veganesti inn í úrslitaviðureignina gegn Fjölni. Eftir framlengingu og tap í fyrsta leik í Grafarvoginum kom öruggur sigur heima og svo sigur í þriðja leik einvígisins á útivelli með öflugum stuðningi úr stúkunni. Sá leikur var sveiflukenndur og sagði Halldór Örn Tryggvason þjálfari í viðtali eftir leik að honum hafi verið hætt að lítast á blikuna. Þórsurum tókst hins vegar að snúa leiknum við og vinna tveggja marka sigur. Heimavellinum stolið, Þórsarar komnir í 2-1 í einvíginu. Nú er komið að fjórðu viðureign liðanna og sigur í kvöld þýðir einfaldlega sæti í deild þeirra bestu, Olísdeildinni, á næsta tímabili.
Nú reynir því á Þórsfjölskylduna að mæta í Höllina í kvöld og styðja liðið til sigurs og sætis í Olísdeildinni. Leikurinn hefst kl. 18:30. Fyllum Höllina!
Happdrætti - dregið í leikhléi
Handknattleiksdeildin býður upp á happdrætti með veglegum vinningum: