Handbolti: Þórsarar deila toppsætinu

Þórsarar unnu átta marka sigur á liði Harðar í fimmtu umferð Grill 66 deildar karla í handbolta í gær og eru áfram á toppnum ásamt Fjölni.

Þórsarar náðu góðum tökum á leiknum eftir um tíu mínútna leik, voru þá komnir með fjögurra marka forystu og hleyptu gestunum aldrei nær en þremur mörkum eftir það. Munurinn var níu mörk eftir fyrri hálfleikinn, 22-13 og lokatölurnar 33-25.

Kristján Páll Steinsson átti góðan leik í marki Þórs með 18 varin skot, eða um 42% markvörslu. Hann skoraði svo reyndar eitt mark að auki. Hann var í leikslok valinn Þórsari leiksins og fékk að launum gjafabréf frá Sprettinum. Brynjar Hólm Grétarsson skoraði flest mörk Þórsara, sjö, en Viðar Ernir Reimarsson og Aron Hólm Kristjánsson skoruðu sex mörk hvor.

Þór
Mörk: Brynjar Hólm Grétarsson 7, Aron Hólm Kristjánsson 6, Viðar Ernir Reimarsson 6, Jón Ólafur Þorsteinsson 4, Arnþór Gylfi Finnsson 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 2, Heiðmar Örn Björgvinsson 2, Kristján Páll Steinsson 1, Garðar Már Jónsson 1, Andri Snær Jóhannsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 18 (41,9%).
Refsingar: 8 mínútur.

Hörður
Mörk: Daníel Wale Adeleye 6, Jose Esteves Neto 5, Alexander Jean-Pierre Abily 3, Endijs Kusners 3, Daniels Mikijankis 2, Sudario Eidur Carneiro 1, Jhonatan C. Santos 1, Guilherme Carmignoli Andrade 1.
Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 9, Albert Marzelius Hákonarson 3 (26,7%).
Refsingar: 10 mínútur.

Þór og Fjölnir eru jöfn á toppi deildarinnar eftir fimm umferðir með níu stig og eru enn einu ósigruðu liðin í deildinni, bæði með fjóra sigra og eitt jafntefli.

Tölfræði leiksins á hbstatz.is

Leikskýrslan á hsi.is

Næsti leikur Þórs í deildinni er útileikur gegn ÍR laugardaginn 11. nóvember.

  • Deild: Grill 66 deild karla
  • Leikur: ÍR - Þór
  • Staður: Skógarsel
  • Dagur: Laugardagur 11. nóvember
  • Tími: 16:00