Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Herslumuninn vantaði í kvöld
Þórsarar léku einn sinn besta leik í vetur þegar liðið tók á móti Hrunamönnum í leik þar sem úrslitin réðust á loka sekúndum leiksins.
Leikur Þórs og Hrunamanna var hin besta skemmtun frá upphafi til enda leiks þar sem hið unga lið Þórs lét gestina svo sannarlega hafa fyrir hlutunum.
Leikurinn byrjaði fjörlega og leiddu Þórsarar lengst af í fyrsta leikhluta en gestirnir reyndust sterkari undir lok leikhlutans sem þeir unnu með einu stigi 24:25.
Annar leikhlutinn var jafn og spennandi framan af en undir lokin náðu gestirnir góðu áhlaupi og náðu mest þrettán stiga forskoti 39:52 en Toni Cutuc sem hafði verið frábær skoraði síðustu stig fyrri hálfleiks 40:52.
Í liði Þórs var Toni kominn með 12 stig í hálfleik, Páll Nóel 10 og Smári 8. Hjá Gestunum var Ahmad óstöðvandi og kominn með 21 stig, Dagur 12 og Samuel 10.
Þórsarar komu mjög ákveðnir og grimmir inn í síðari hálfleikinn og tóku að saxa jafnt og þétt á forskot gestanna og þegar leikhlutinn var hálfnaður var Þór komið yfir 58:57. Þarna vöknuðu gestirnir upp af væru blundi og snéru leiknum aftur sér í hag og leiddu með sex stigum þegar lokaspretturinn hófst 66:72.
Gestirnir voru heldur sterkari fyrst um sinn í fjórða leikhlutanum en strákarnir okkar gáfust ekki upp og þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn aðeins eitt stig 81:82. Aftur náðu gestirnir sex stiga forskoti 81:87, Þór kemur svo muninum aftur niður í tvö stig 85:87 og um ein og hálf mínúta lifði leiks. En lukkan var með gestunum sem bættu við tveimur stigum þegar 25 sekúndur lifðu leiks 85:89 og sama hvað okkar menn reyndu þá tókst þeim ekki að jafna og fjögurra stiga tap staðreynd 85:89.
Barátta Þórsliðsins var til mikilla fyrirmyndar í kvöld og þrátt fyrir tapið geta þeir borðið höfuðið hátt. Gestirnir unnu fyrri hálfleikinn með tólf stigum en okkar menn höfðu betur í þeim síðari með átta stigum.
Gangur leiks eftir leikhlutum: 24:25 / 16:27 (40:52) 26:20 / 19:17 = 85:89
Framlag leikmanna Þórs: Stig/fráköst/stoðsendingar
Toni Cutuk 29/12/0, Smári Jóns 20/4/7, Páll Nóel 12/2/3, Kolbeinn Fannar 11/3/1, Baldur Örn 4/10/3, Andri Már 4/1/0, Zak Harris 3//0/0 og Bergur Ingi 2 stig.
Framlag Hrunamanna: Stig/fráköst/stoðsendingar.
Ahmad Gilbert 30/19/9, Samuel Burt 20/10/2, Dagur Úlfarsson 14/2/1, Óðinn Freyr 11/3/5, Haukur Hreinsson 6/4/3, Þorkell Jónsson 4/0/1, Patrik Gústafsson 2/0/0 og Hringur Karlsson 2/0/0.
Næsti leikur Þór er útileikur gegn Skallagrími föstudaginn 24. febrúar en næsti heimaleikur verður gegn Hamri föstudaginn 3. mars klukkan 19:15.
Viðtal við Óskar Þór Þorsteinsson
Áfram Þór alltaf, alls staðar