Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sandra María Jessen var valin besti leikmaður Bestu deildarinnar þetta árið, en það eru leikmenn liðanna í deildinni sem velja. Sandra María fékk verðlaunin, Flugleiðahornið svokallaða, afhent fyrir leik Þórs/KA og Víkings sem hófst kl. 14.
Það kemur engum á óvart að Sandra María fái þessi verðlaun því hún hefur verið mjög afgerandi fyrir liðið okkar í sumar, ekki aðeins í því að skora mörk. Auk þess að vera hörkutól og mikill markaskorari inni á vellinum er hún fyrirmynd ungra stúlkna innan sem utan vallar, leggur mikla áherslu á alla þætti sem skipta máli til að vera í góðu formi og ná árangri sem leikmaður og liðsmaður.
Sandra María er langmarkahæst í Bestu deildinni, hefur skorað 22 mörk í 22 leikjum áður en kom að leiknum í dag. Sú sem kemur næst henni er með tíu mörkum færra en hún. Fyrir lokaumferðina í efri hlutanum er Jordyn Rhodes úr Tindastóli næstmarkahæst með 12 mörk, en hún hefur lokið leik með sínu liði í neðri hluta deildarinnar. Næstar koma tvær úr Breiðabliki, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Andrea Rut Bjarnadóttir, báðar með 11 mörk, og þyrfti önnur hvor þeirra að skora 11 mörk til að jafna við Söndru Maríu. Það má því slá því föstu að gullskórinn verði hennar.
Nánar á thorka.is.