Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þrátt fyrir flotta frammistöðu í leik liðsins gegn Val í 10. umferð Bestu deildarinnar varð uppskeran engin. Þór/KA komst yfir þegar stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik, en Valur skoraði tvívegis á lokamínútunum og hirti stigin sem í boði voru.
Ekkert var skorað í frekar rólegum fyrri hálfleik, en eftir stundarfjórðung í þeim seinni vann Bríet Jóhannsdóttir boltann á hægri kantinum, boltinn barst til Huldu Óskar Jónsdóttur við vítateigshornið þar sem hún kom sér af mikilli yfirvegun í góða skotstöðu og skoraði glæsilegt mark með vinstri, yfir markvörð Vals og boltinn þandi svo netmöskva hliðarnetsins fjær. Þetta glæsimark dugðu þó ekki til sigurs því gestirnir náðu að skora tvívegis þegar skammt var eftir af leiknum. Hrikalega svekkjandi niðurstaða og alls ekki sanngjörn, en það eru mörkin sem telja og því miður fóru öll stigin suður.
Þór/KA hefur engu að síður stimplað sig inn sem verðugt toppbaráttulið, lið sem berst um þá titla sem eru í boði. Liðið fór í undanúrslit Lengjubikars, hefur lengst af verið í 3. sæti og í humátt á eftir toppliðum Bestu deildarinnar og á fyrir höndum leik í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Það er ekki tilviljun að liðið er á þessum stað, leikmenn og þjálfarar hafa unnið fyrir því að koma liðinu í þessa stöðu. Það gerist sannarlega ekki af sjálfu sér.
Þór/KA - Valur 1-2 (0-0)
Nánar á thorka.is.