Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA mætir liði Þróttar á útivelli í 12. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag kl. 16.
Fyrir leikinn í dag er Þór/KA í 3. sæti með 21 stig, en Þróttarar eru í 8. sæti deildarinnar með 11 stig. Breiðablik og Valur eru sem fyrr í efstu sætunum og munar nú níu stigum á Þór/KA og þessum tveimur liðum. Auk þess mjókkaði bilið niður í 4. sætið með tapinu fyrir FH í 11. umferðinni því FH er nú aðeins tveimur stigum á eftir Þór/KA.
Einum leik 12. umferðarinner er þegar lokið, en fjórir leikir fara fram í dag.
Eftir leiki dagsins kemur stutt landsleikjahlé í Bestu deildinni. Þór/KA á tvær landsliðskonur sem verða á faraldsfæti með A-landsliðum, auk tveggja sem fara í tvo vináttuleiki með U19 landsliðinu. Sandra María Jessen verður með A-landsliðinu sem mætir Þýskalandi heima föstudaginn 12. júní og Póllandi úti þriðjudaginn 16. júní. Þá verður Lidija Kuliš í verkefnum með landsliði Bosníu og Herzegovínu sem mætir Portúgal á heimavelli 12. júní og Norður-Írlandi í Belfast þriðjudaginn 16. júní. Bríet Jóhannsdóttir og Hildur Anna Birgisdóttir fara með U19 landsliðinu í tvo æfingaleiki gegn Noregi og Svíþjóð 13. og 15. júlí.
Nánar á thorka.is.