Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Meistaramót píludeildar Þórs í 301, einmenningi, fór fram í aðstöðu deildarinnar í gær.
Alls tóku 26 karlar og níu konur þátt í mótinu, sem er að líkindum metþátttaka í meistaramóti píludeildarinnar í 301. Félagsmeistarar eru Kolbrún Gígja Einarsdóttir og Óskar Jónasson.
Sagt er frá mótinu á Facebook-síðu píludeildarinnar:
Spilað var í riðlum í karla- og kvennaflokki og útslætti í framhaldinu.
Í undanúrslitum hjá körlum voru það Óskar Jónasson og Adalsteinn Helgason sem mættust. Óskar hafði betur 5-4 eftir alvöru oddalegg. Í hinum undanúrslitaleiknum voru það Edgars Kede Kedza og Ágúst Örn sem mættust og vann Eddi 5-0. Í úrslitaleiknum var það svo Óskar Jónasson sem hafði betur 6-4.
Óskar náði að verja bikarinn frá fyrra ári, til hamingju með sigurinn Óskar!
Í undanúrslitum hjá konum voru það Ólöf Heiða og Dóra Valgerður sem mættust og var það Ólöf sem hafði betur og vann 5-2. Í hinum undanúrslitaleiknum voru það Kolbrún Gígja og Hrefna Sævarsdóttir sem mættust og fór það svo að Kolbrún vann 5-1. Þess má til gamans geta að Kolla lokaði leiknum á búllinu, sjá á myndbandi hér að neðan. Virkilega vel gert!
Í úrslitaleiknum voru það Ólöf Heiða og Kolbrún sem mættust. Leikurinn fór alla leið og þurfti oddalegg til að skilja þær að. Kolla reyndist öflugri á lokametrunum og vann 6-5. Til hamingju með fyrsta meistaratitilinn Kolla!
Gaman að segja frá því að Kolla og Ólöf eru tiltölulega nýbyrjaðar í pílukasti! Frábær vöxtur í pílukasti kvenna!
Haldið verður konukvöld hjá okkur næstkomandi þriðjudagskvöld (19.sept) og eru allar konur velkomnar að koma og prófa!
Stjórn Píludeildar Þórs þakkar fyrir mótið og vonandi skemmtu sér allir vel! Hægt er að skoða alla tölfræði mótsins á www.dartconnect.com.