Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór vann fyrsta útileikinn sinn í Subway-deild kvenna þegar stelpurnar okkar sóttu Blika heim í Smárann. Frábær byrjun og frábær endir skiluðu öruggum sigri í köflóttum leik.
Okkar konur mættu virkilega einbeittar til leiks og hrein unun að fylgjast með þeim í fyrsta leikhlutanum þegar nánast allt gekk upp og þær keyrðu yfir Blikana. Munurinn 13 stig eftir fyrsta fjórðung. Blikar náðu aðeins að saxa á forskotið í öðrum leikhluta, en Þórsarar hleyptu þeim ekki of nærri, níu stiga munur í leikhléi.
Seinni hálfleikurinn byrjaði með svipuðum hætti og sá fyrri, níu stig í röð frá Þór og munurinn orðin 18 stig eftir aðeins tveggja mínútna leik. Þá kom áhlaup frá Blikum sem minnkuðu muninn í fimm stig áður en þriðja leikhluta lauk. Þórsarar fóru ekkert á taugum þó munurinn væri orðinn lítill um stund heldur mættu af ákveðni og krafti í fjórða leikhlutann og keyrðu yfir Blikana eins og í byrjun leiksins. Unnu fjórða leikhlutann með 13 stiga mun eins og þann fyrsta.
Hrefna Ottósdóttir, Lore Devos og Maddie Sutton voru atkvæðamestar af okkar konum. Hrefna raðaði þristunum, Lore og Maddie skoruðu og tóku hvert frákastið á fætur öðru. Hrefna var með 26 framlagsstig, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir og Maddie með 20.
Tölfræði í stórum dráttum: Skráðar voru 25 stoðsendingar hjá Þórsstelpunum á móti tíu hjá Blikum, 48 fráköst á móti 38, en 15 tapaðir boltar á móti níu hjá Blikum. Skotnýting Þórsliðsins var í heildina mun betri en heimakvenna.
Smellið á myndina til að skoða ítarlega tölfræði leiksinsl
Breiðablik
Brooklyn Pannell 35/12/9, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 13/9, Anna Soffía Lárusdóttir 12/3/1, Sóllilja Bjarnadóttir 8/2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Gréta Hjaltadóttir 1, Embla Halldórsdóttir þrjú fráköst, Hera Magnea Kristjánsdóttir eitt frákast.
Þór
Lore Devos 26/14/6, Hrefna Ottósdóttir 25/6/1, Maddie Sutton 22/12/5, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 7/5/3, Eva Wium Elíasdóttir 6/2/7, Heiða Hlín Björnsdóttir 3/2/2, Vaka Bergrún Jónsdóttir 3 stig, Karen Lind Helga dóttir þrjú fráköst, Kristín María Snorradóttir eitt frákast, Rebekka Hólm Halldórsdóttir ein stoðsending.
Þór er í 5.-6. sæti Subway-deildarinnar ásamt Haukum með þrjá sigra og þrjú töp. Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Haukum 31. október.