Körfubolti: Unun á að horfa í fyrsta útisigrinum

Þór vann fyrsta útileikinn sinn í Subway-deild kvenna þegar stelpurnar okkar sóttu Blika heim í Smárann. Frábær byrjun og frábær endir skiluðu öruggum sigri í köflóttum leik.

Okkar konur mættu virkilega einbeittar til leiks og hrein unun að fylgjast með þeim í fyrsta leikhlutanum þegar nánast allt gekk upp og þær keyrðu yfir Blikana. Munurinn 13 stig eftir fyrsta fjórðung. Blikar náðu aðeins að saxa á forskotið í öðrum leikhluta, en Þórsarar hleyptu þeim ekki of nærri, níu stiga munur í leikhléi.

Seinni hálfleikurinn byrjaði með svipuðum hætti og sá fyrri, níu stig í röð frá Þór og munurinn orðin 18 stig eftir aðeins tveggja mínútna leik. Þá kom áhlaup frá Blikum sem minnkuðu muninn í fimm stig áður en þriðja leikhluta lauk. Þórsarar fóru ekkert á taugum þó munurinn væri orðinn lítill um stund heldur mættu af ákveðni og krafti í fjórða leikhlutann og keyrðu yfir Blikana eins og í byrjun leiksins. Unnu fjórða leikhlutann með 13 stiga mun eins og þann fyrsta.

Breiðablik - Þór (15-28) (25-21) 40-49 (22-18) (9-22) 72-91

Hrefna Ottósdóttir, Lore Devos og Maddie Sutton voru atkvæðamestar af okkar konum. Hrefna raðaði þristunum, Lore og Maddie skoruðu og tóku hvert frákastið á fætur öðru. Hrefna var með 26 framlagsstig, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir og Maddie með 20.

Tölfræði í stórum dráttum: Skráðar voru 25 stoðsendingar hjá Þórsstelpunum á móti tíu hjá Blikum, 48 fráköst á móti 38, en 15 tapaðir boltar á móti níu hjá Blikum. Skotnýting Þórsliðsins var í heildina mun betri en heimakvenna.

Smellið á myndina til að skoða ítarlega tölfræði leiksinsl

Stig/fráköst/stoðsendingar

Breiðablik
Brooklyn Pannell 35/12/9, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 13/9, Anna Soffía Lárusdóttir 12/3/1, Sóllilja Bjarnadóttir 8/2, Sara Diljá Sigurðardóttir 2, Gréta Hjaltadóttir 1, Embla Halldórsdóttir þrjú fráköst, Hera Magnea Kristjánsdóttir eitt frákast.

Þór
Lore Devos 26/14/6, Hrefna Ottósdóttir 25/6/1, Maddie Sutton 22/12/5, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 7/5/3, Eva Wium Elíasdóttir 6/2/7, Heiða Hlín Björnsdóttir 3/2/2, Vaka Bergrún Jónsdóttir 3 stig, Karen Lind Helga dóttir þrjú fráköst, Kristín María Snorradóttir eitt frákast, Rebekka Hólm Halldórsdóttir ein stoðsending.

Þór er í 5.-6. sæti Subway-deildarinnar ásamt Haukum með þrjá sigra og þrjú töp. Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn Haukum 31. október.

  • Deild: Subway-deild kvenna
  • Leikur: Þór - Haukar
  • Staður: Íþróttahöllin á Akueyri
  • Dagur: Þriðjudagur 31. október
  • Tími: 18:15
  • Útsending: Þór TV