Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Goðamót 5.flokks kvenna fór fram á Þórssvæðinu um helgina.
Ríflega 250 stúlkur hvaðanæva af landinu tóku þátt í mótinu sem gekk afar vel fyrir sig. Þór tefldi fram fimm liðum í mótinu sem stóðu sig með mikilli prýði og hafnaði Þór til að mynda í 2.sæti í keppni A-liða eftir harða keppni við Breiðablik um gullverðlaun en bæði lið fóru taplaus í gegnum mótið.
Goðamótsmeistarar A-liða - Breiðablik Agla
Goðamótsmeistarar B-liða - KF/Dalvík 1
Goðamótsmeistarar C-liða - Hvöt/Fram
Goðamótsmeistarar D-liða - Tindastóll 2
Goðamótsmeistarar E-liða - Völsungur 2
Keppendur gistu í Brekkuskóla og var umgengni liðanna þar til mikillar fyrirmyndar. Goðamótið er margt meira en bara keppni í fótbolta og nutu keppendur sín vel á Akureyri um helgina þar sem heimsókn í Ísgerðina og Sundlaug Akureyrar er fastur liður á Goðamótum.
Goðamótsnefnd vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra fjölmörgu foreldra og sjálfboðaliða sem hjálpa til við að láta mótið ganga upp og þakka þjálfurum, keppendum og aðstandendum þeirra kærlega fyrir skemmtilega helgi.
Goðamótaröðin heldur áfram eftir áramót þar sem keppt verður í 6.flokki karla og kvenna.