Lokaleikur U19 í riðlakeppni EM í dag

U19 landslið kvenna. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er lengst til vinstri í öftustu röð, Kimberley Dóra…
U19 landslið kvenna. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir er lengst til vinstri í öftustu röð, Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir við hlið hennar og Jakobína Hjörvarsdóttir lengst til hægri í miðröðinni. Mynd: KSÍ.

Þór/KA á þrjá fulltrúa í U19 landsliði kvenna sem leikur í dag lokaleik sinn í riðlinum á lokamóti EM sem fram fer í Belgíu. 

Íslenska liðið vann frækinn sigur á Tékkum á föstudaginn, 2-0, eftir að hafa tapað 0-3 gegn Spánverjum í fyrsta leik. Lokaumferð riðlakeppninnar fer fram í dag þegar Ísland og Frakkland mætast, en Spánverjar og Tékkar eigast við á sama tíma. Leikurinn er í beinni útsendingu á Rúv2 og hefst hann kl. 18:30.

Þrjár eru frá Þór/KA í leikmannahópi Íslands, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Jakobína Hjörvarsdóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir. Þessi lokadagur verður spennandi því með sigri gæti Ísland tryggt sér sæti í undanúrslitum, en þarf þá annaðhvort að treysta á að Spánverjar vinni ekki Tékka eða þá að sigra Frakka með nægilega miklum mun til að fara áfram.


Þór/KA-stelpurnar í U19 hópnum: Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir. Myndir: KSÍ.