Margrét Árnadóttir heiðruð fyrir 100 leiki

Margrét Árnadóttir ásamt móður sinni, Guðrúnu Unu Jónsdóttur, sem situr í stjórn félagsins. Guðrún a…
Margrét Árnadóttir ásamt móður sinni, Guðrúnu Unu Jónsdóttur, sem situr í stjórn félagsins. Guðrún afhenti Margréti treyjuna fyrir leik Þórs/KA og Vals í gær. Mynd: Skapti Hallgrímsson/akureyri.net

Fyrir leik Þórs/KA og Vals í Boganum í gær fékk Margrét Árnadóttir afhenta Þór/KA treyju með „100“ á bakinu þar sem hún hefur leikið yfir 100 leiki fyrir Þór/KA. Margrét hefur spilað 74 leiki í efstu deild, alla fyrir Þór/KA.

Miðað við núverandi uppsetningu á tölfræði leikja í gagnagrunni KSÍ og breytingu sem gerð var nýlega er Margrét komin í 112 leiki í deild, bikarkeppni, deildabikar, meistarakeppni og Evrópukeppni. Breytingin sem hefur orðið er að leikir í Lengjubikarnum eru komnir inn í töluna. Út frá þeirri tölfræði var 100. leikur Margrétar gegn Val á heimavelli þann 24. júlí í fyrra.

Nánar er sagt frá þessum áfanga Margrétar í frétt á thorka.is 

.