Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
ÍSÍ og Lottó standa fyrir vali á íþróttaeldhuga ársins, sem er liður í að verðlauna sjálfboðaliða fyrir störf þeirra í þágu íþróttafélaga og íþróttahreyfingarinnar.
Óskað var eftir tilnefningum og bárust alls 367 tilnefningar um 175 einstaklinga tengda samtals 24 íþróttagreinum. Valnefnd fór yfir tilnefningarnar og valdi þrjá einstaklinga sem verða heiðraðir á hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þegar kjöri íþróttamanns ársins verður lýst í Hörpu þann 29. desember.
Friðrik Þór Óskarsson, hefur starfað í þágu frjálsíþrótta hjá ÍR og FRÍ
Haraldur Ingólfsson, Þór og Þór/KA
Þóra Guðrún Gunnarsdóttir, hefur starfað í þágu skautaíþrótta fyrir Björninn, SR og Skautasambandið.
Um þetta má lesa í frétt á vef ÍSÍ og í frétt á akureyri.net.
Haraldur á leik hjá Þór/KA á covid-tímum. Mynd: Þórir Tryggva.