Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Keppt var á laugardag og sunnudag í aðstöðu píludeildar Þórs.
Á laugardag fór fram keppni í tvímenning í karla- og kvennaflokki. 26 karlalið voru skráð til leiks og 7 kvennalið. Keppt var í riðlakeppni og svo útslætti. 9 karlalið voru frá Píludeild Þórs og 3 kvennalið.
Tvímenningur hófst á laugardagsmorgun kl 10:30:
Í karlaflokki fóru 5 lið frá Píludeild Þórs í 8 manna úrslit:
Davíð Odds & Andri Geir, Dilyan Kolev & Valþór Atli, Sigurður Þórisson & Friðrik Gunnarsson, Matthías Örn & Björn Steinar, Jason Wright & Axel Wright.
Matthías Örn & Björn Steinar unnu Valþór & Kolev sannfærandi 4-0 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Þar mættu þeir Lukasz Knapik og Sebastion Spychala og unnu þá viðureign 5-3. Í úrslitum mættu þeir Árna Ágúst & Arngrími Anton frá pílufélagi Reykjanesbæjar en töðuðu þeim leik 6-4 og 2.sæti því niðurstaðan.
Í kvennaflokki komust Sunna Valda & Ólöf Heiða í undanúrslit en töpuðu þar gegn verðandi Íslandsmeisturum, Steinunni & Söndru frá pílufélagi Grindavíkur, 5-1.
Einmenningur hófst á sunnudagsmorgun kl 10:30.
Í karlaflokki voru 45 keppendur skráðir til leiks og í kvennaflokki 12 keppendur. í heildina voru 57 keppendur skráðir til leiks. Keppt var í riðlum og útslætti.
Í heildina voru 23 keppendur frá píludeild Þórs í einmenning, 20 karlar og 3 konur.
Gaman að segja frá því það að Óskar Jónasson vann einmitt þennan titil árið 2022 og hefði því verið sætt að fá bikarinn aftur heim.
Í kvennaflokki var það Kolbrún Einarsdóttir frá píludeild Þórs sem komst í 8 manna úrslit en tapaði þar fyrir Steinunni Dagný, 4-2.
Íslandsmeistari í kvennaflokki í 301 einmenning 2024 var Ingibjörg Magnúsdóttir eftir 6-1 sigur á Söndru Dögg.
Stjórn Píludeildar Þórs þakkar öllum keppendum fyrir helgina. Þó svo það hafi verið þröngt oft á tíðum þá gekk mótið vel upp og vonandi fóru allir heim með bros á vör.
Óskum öllum sigurvegurum til hamingju með Íslandsmeistaratitil í karla- og kvennaflokki.