Matthías Örn Friðriksson, þjálfari píludeildar Þórs og landsliðsmaður í íþróttinni mætir í aðstöðu píludeildarinnar á morgun, laugardag, og kennir byrjendum og lengra komnum.
Píludeild Þórs býður upp á ókeypis kynningu og kennslu í pílukasti á morgun, laugardaginn 27. apríl, kl. 11:00-12:30. Frítt fyrir öll að koma og kynnast þessari skemmtilegu íþrótt.
Þjálfari píludeildarinnar og landsliðsmaður í íþróttinni, Matthías Örn Friðriksson, verður með kynningu og kennslu í pílukasti í aðstöðu píludeildarinnar í íþróttahúsinu við Laugargötu. Dagskráin er þrískipt, fyrir byrjendur og áhugafólk um íþróttina, fyrir félaga í píludeildinni og að lokum fyrir afrekshóp deildarinnar.
Skráning -
sjá hér. Vinsamlegast skráið ykkur á þann viðburð sem hentar ykkur.
Dagskráin
- Kl. 11:00-12:30 – hugsað fyrir byrjendur og fólk sem hefur áhuga á pílukasti
- Kl. 13-15 – fyrir meðlimi Píludeildar Þórs
- Kl. 20:00 – Æfing hjá afrekshóp Píludeildar Þórs.