Pollamót Þórs og Samskipa 2023 - þakkarorð framkvæmdastjóra

Sigurliðið í Skvísudeildinni í ár, 225. Liðið heitir eftir póstnúmeri heimahaganna á Álftanesi. Mynd…
Sigurliðið í Skvísudeildinni í ár, 225. Liðið heitir eftir póstnúmeri heimahaganna á Álftanesi. Mynd: Ármann Hinrik Kolbeinsson.

Enn og aftur situr maður á mánudagsmorgni eftir Pollamót ennþá brosandi út að eyrum eftir þessa frábæru helgi. Það er svo gaman að halda svona mót þar sem 850 þátttakendur mæta til okkar og margir ár eftir ár til að eiga saman frábæra helgi með vinum og félögum þar sem fótboltinn er í bland við frábæra skemmtun bæði milli leikja hjá vinahópnum og svo á kvöldin þegar við hittumst og gerum upp sigra og töp dagsins, annars vegar á kvöldskemmtun á pallinum við Hamar á föstudagskvöldinu og svo þegar við ljúkum þessu með risaballi í Boganum á laugardagskvöldinu.

Þetta væri ekki framkvæmanlegt nema með hjálp frá okkar sjálboðaliðum og velunnurum sem við eigum að út í bæ. Á svona helgum finnur maður kraftinn sem er í félaginu okkar og það er svo góð tilfinning. Ég held að við öll séum farin að hlakka til næsta móts að ári og undirbúningur hefst strax í vikunni til að gera frábært mót enn betra.

Ég við þakka öllum sem gerðu þetta mót framkvæmanlegt. Fyrst og fremst þessu frábæra fólki sem mætir á mótið ár eftir ár og tekur þátt og svo starfsfólki Þórs, sjálfboðaliðum, Samskip og öðrum fyrirtækjum sem styrkja okkur í að halda þetta mót ár eftir ár.

Sjáumst eldhress á næsta Pollamóti 5. og 6. júlí 2024.

Reimar Helgson, framkvæmdastjóri

---

Upplýsingar um verðlaunahafa og tengil á myndaalbúm má finna í færslu á pollamot.is.