Samningar formlega undirritaðir

Nói og Ásthilfdur takast í hendur við undirritun samningsins. Í baksýn eru ungir iðkendur hjá Þór og…
Nói og Ásthilfdur takast í hendur við undirritun samningsins. Í baksýn eru ungir iðkendur hjá Þór og Þór/KA. Þau (f.v.) Bjarki, Gunnar Karl, Jóhann og Sonja. MYND: Skapti Hallgrímsson - Akureyri.net

Í morgun var skrifað formlega undir samning Þórs og Akureyrarbæjar um uppbyggingu gervigrasvallar á Ásnum (neðra æfingasvæðinu).

Þau Nói Björnsson, formaður Þórs og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar undirrituðu samningana.

Fljótlega mun heimasíðan birta nokkur orð frá Nóa og Reimari Helgasyni, framkvæmdastjóra Þórs í tilefni af þessum áfanga.

Ljóst er að hér verður um algjöra byltingu að ræða fyrir börn og unglinga sem æfa knattspyrnu með Þór.