Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sandra María Jessen og Karen María Sigurgeirsdóttir hafa báðar náð leikjaáföngum með Þór/KA að undanförnu. Sandra María hefur spilað 200 KSÍ-leiki í meistaraflokki með Þór/KA og Karen María rúmlega 100 leiki.
Við talningu er hér miðað við leiki í mótum á vegum KSÍ þar sem leikmenn þurfa að vera skráðir í lið og með leikheimild til að geta tekið þátt í viðkomandi móti. Leikir í deildabikar eru því taldir með þó oft sé litið á það mót sem undirbúningsmót fyrir Íslandsmótið - en í Lengjubikar er leikmaður ekki löglegur nema vera skráður í viðkomandi lið og með leikheimild. Hins vegar eru leikir í Kjarnafæðismótinu ekki taldir með því þar gilda ekki reglur um hlutgengi og geta leikmenn t.d. leikið með fleiri en einu liði í sama mótinu.
Sandra María spilaði sinn 200. meistaraflokksleik í mótum á vegum KSÍ þegar Þór/KA vann 2-1 sigur á Selfossi síðastliðinn sunnudag. Í þessari talningu eru leikir í efstu deild Íslandsmótsins (147), bikarkeppni (19), deildabikar (33) og Meistarakeppni KSÍ (1). Hún hefur skorað 117 mörk í þessum 200 leikjum. Þegar nafni hennar er flett upp á vef KSÍ kemur þar fram að leikirnir séu 199, en þar vantar leik í Meistarakeppni KSÍ 2011 þar sem Sandra María skoraði, en láðst hefur að skrá innáskiptinguna. Hún er því skráð þar með engan leik en eitt mark.
Nánar á thorka.is: Sandra María með 200 leiki fyrir Þór/KA | Þór/KA (thorka.is)