Sex marka tap á Ásvöllum

KA/Þór sótti Hauka heim í Olísdeild kvenna í handbolta í dag. Niðurstaðan varð 26-20 sigur Hauka.

KA/Þór komst yfir á upphafsmínútunum en Hafnfirðingar náðu fljótlega yfirhöndinni höfðu eins til þriggja marka forystu út fyrri hálfleikinn, staðan 13-11 í leikhléi. Haukar héldu forystunni áfram í þeim seinni, munurinn aldrei minni en fjögur mörk nema rétt í upphafi seinni hálfleiksins. Niðurstaðan 26-20 sigur Hauka.

Lydía Gunnþórsdóttir skoraði flest mörk fyrir KA/Þór, eða sjö. Matea Lonac var með tæplega 40% markvörslu, varði 17 skot, en það dugði ekki til að fá eitthvað út úr leiknum.

Haukar - KA/Þór 26-20 (13-11)

KA/Þór
Mörk: Lydía Gunnþórsdóttir 7, Nathalia Soares Baliana 4, Telma Lísa Elmarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Rakel Sara Elvarsdóttir 2, Rafaele Nacimento Fraga 1, Kristín A. Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 17 (39,5%).
Refsingar: 4 mínútur

Haukar
Mörk: Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Sara Odden 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 9 (31%).
Refsingar: 6 mínútur.

Næsti leikur hjá KA/Þór er heimaleikur gegn Aftureldingu sunnudaginn 22. október kl. 16.