Sigur í síðasta leik ársins Ljósleiðaradeildinni

Frábær frammistaða hjá Peterrr átti sinn þátt í að Þórsarar náðu að snúa leiknum við og vinna í fram…
Frábær frammistaða hjá Peterrr átti sinn þátt í að Þórsarar náðu að snúa leiknum við og vinna í framlengingu. Mynd: visir.is.

Þórsarar eru jafnir öðrum liðum á toppi Ljósleiðaradeildarinnar. Næsti leikur í byrjun janúar.

Þórsarar mættu liði sem heitir SAGA í beinni útsendingu á Stöð 2 esport á þriðjudagskvöldið. Útlitið var ekki gott eftir fyrstu loturnar, Þórsarar lentu undir og staðan 5-10 eftir fyrri hálfleikinn. En seigla liðsins og sér í lagi frábær frammistaða leikmanns sem spilar undir heitinu Peterrr snéru taflinu við og úrslitin 19-17 eftir framlengingu. Þórsarar fóru í 16 stig og eru jafnir Atlantic og Dusty á toppnum, en Atlantic á leik til góða. Næsti leikur Þórs verður gegn Fylki þriðjudaginn 3. janúar kl. 19:30.

Þar sem fréttaritari thorsport.is þekkir lítið til leiksins og skilur hann varla látum við nægja að tengja hér við umfjöllun sem birtist á vefmiðlinum Vísi í gær - sjá hér.