Sumaræfingatafla fótboltans komin í loftið

Sumaræfingar hjá yngri flokkum Þórs í fótbolta hefjast fimmtudaginn 8.júní næstkomandi. 

Æfingatafla sumarsins er tilbúin og má nálgast hana og fleiri hagnýtar upplýsingar með því að smella hér.

Eins og sjá má á síðunni er æft samkvæmt vetraræfingatöflu þar til sumaræfingarnar hefjast. 

Mjög mikilvægt er að foreldrar gangi frá skráningu á Sportabler en Sportabler er sérstakt samskiptaforrit sem þjálfarar nýta til að miðla öllum upplýsingum um æfingar, breytingar á æfingatímum og allt annað sem tengist starfinu.

Smelltu hér til að fá upplýsingar um skráningu í fótbolta. 

Ljóst er að Þórssvæðið mun iða af lífi í allt sumar en fótboltaæfingar eru í gangi frá klukkan 9 á morgnana til 21 á kvöldin flesta daga sumarsins auk fjölda leikja í Íslandsmótum. Stefnt er að því að æfa og keppa sem mest utandyra á náttúrulegu grasi. Líkt og undanfarin sumur munu yngri flokkarnir að mestu notast við Lundinn, Ásinn og Skansinn til æfinga en ljóst er að Boginn verður einnig mikið notaður.

Vanti þig einhverjar upplýsingar er hægt að hafa samband við Arnar Geir, yfirþjálfara, á arnar@thorsport.is