Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
73.Goðamót Þórs fór fram um síðustu helgi þegar stelpur í 5.flokki spreyttu sig.
Afturelding, Breiðablik, Fjarðabyggð, Hvöt/Fram, Höttur, KA, KF/Dalvík, Tindastóll, Vestri og Völsungur tóku þátt í mótinu auk Þórs, alls 33 lið frá þessum ellefu félögum.
Stelpurnar sýndu frábær tilþrif innan vallar en auk þess var nóg um að vera utan vallar. Ísferð í Ísgerðina í Kaupangi er fastur liður á Goðamótum auk þess sem keppendur gátu baðað sig í Sundlaug Akureyrar að keppnisdegi loknum.
Goðamótsmeistarar A-liða - Breiðablik
Goðamótsmeistarar B-liða - Völsungur
Goðamótsmeistarar C-liða - Afturelding
Goðamótsmeistarar D-liða - Þór
Goðamótsmeistarar E-liða - Hvöt/Fram og Breiðablik deildu gullverðlaunum
Goðamótsskjöldinn, sem veittur er fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan, hlaut lið Fjarðabyggðar.
Sporthero var á svæðinu líkt og vanalega og eru ljósmyndir frá mótinu aðgengilegar mótsgestum hér.
Um næstu helgi, 17-19.mars, fer fram síðasta Goðamót vetrarins þegar strákarnir í 6.flokki keppa og er það jafnframt fjölmennasta mótið í Goðamótaröðinni í ár.