Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Tap á Skaganum
Karlaliðið sótti ÍA heim í kvöld en á morgun sækja stelpurnar Hamar-Þór heim í leik sem fram fer í Þorlákshöfn.
Þórsarar sóttu lið ÍA heim í elleftu umferð 1. deildar karla í körfubolta í leik sem fram fór á Akranesi. Þór sem hafði tapað öllum leikjum vetrarins til þessa freistuðu þess að sækja fyrsta sigurinn í Skagann í kvöld.
Jafnt var á með liðunum í fyrsta leikhluta sem heimamenn unnu með einu stigi 22:21. Í öðrum leikhluta sem heimamenn unnu með sex stigum og munurinn í hálfeik því sjö stig 46:39.
Eins og oft áður kom slæmur kafli hjá Þór og sá kafli kom í þriðja leikhluta þar sem heimamenn gerðu nánast út um leikinn. ÍA vann leikhlutann með fjórtán stigum 32:18 og leiddu því með tuttugu og einu stigi 78:57 þegar lokakaflinn hófst.
Lokaleikhlutann unnu Skagamenn með þrem stigum 24:21 og tuttugu og fjögra stiga tap staðreynd 102:78.
Gangur leiks eftir leikhlutum: 22:21 / 24:18 (46:39) 32:18 / 24:21 = 102:78
Í liði heimamanna voru erlendir leikmenn liðsins sem eru fjórir atkvæðamestir.Anders Gabriel 25/3/4, Jalen Dupree 21/16/3, Marko Jurica 16/10/4 og Lucien Christofis 15/2/6.
Í liði Þórs var Arturo Rodriguez með 32 stig, Toni Cutuk 18/20/2 og Baldur Örn með 9/6/2.
Nánari tölfræði má sjá HÉR: Næsti leikur Þórs verður heimaleikur gegn Sindra föstudaginn 9. desember klukkan 19:15.
Þorlákshöfn 1. deild kvenna: Hamar/Þór – Þór klukkan 16:00
Á morgun laugardag sækja stelpurnar okkar sameinað lið Hamars-Þórs heim í leik sem frram fer í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 16:00.
Þegar liðin mætast sigur Þór í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig en Hamar-Þór er í fimmta sætinu með 12 stig.
Liðin mættust í íþróttahöllinni í október og þá höfðu okkar stelpur tuttugu stiga sigur 81:61. Í þeim leik skoraði Maddie 31 stig og tók 26 fráköst og Eva Wium var með 20 stig. Í liði gestanna var Jenna Mastellone með 33 stig.
Leikurinn fer eins og áður segir fram í Þorlákshöfn og hefst klukkan 16:00.