Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Tap í lokaleik ársins
Þórsarar máttu þola þrjátíu og fjögurra stiga tap í kvöld þegar liðið tók á móti Skallagrími í kvöld lokatölur 74:108.
Eftir tiltölulega jafnan og spennandi fyrri hálfleik þar sem aðeins þrjú stig skildu liðin að í hálfleik má eiginlega segja að Þór hafi gert út um leikinn fyrir gestina í síðari hálfleik.
Leikurinn var jafn og spennandi framan af og gestirnir leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhlutann 21:27. Gestirnir leiddu með allt að sex stigum í öðrum leikhluta en þegar rúmar fjórar mínútu lifðu leikhlutann komst Þór yfir 38:37 og 40:37. Gestirnir komust yfir 40:41 og það sem eftir lifði fyrri hálfleik var leikurinn í járnum en Þór vann fjórðunginn 23:20 og því skildu þrjú stig liðin að í hálfleik 44:47.
Í liði Þórs var Arturo mjög öflugur og kominn með 23 stig, Toni 12 og Hlynur Freyr 7. Kolbeinn var með 2 stig en hann fékk snemma leiks þrjár villur og þá átti Smári erfitt uppdráttar og ekki kominn á blað.
Í liði gestanna var Keith Jordan komin með 18 stig og Milorad 12 þá voru þeir Björgvin og Bergþór með 7 stig hvor.
Í síðari hálfleik fór nánast allt úrskeiðis sem hugsast gat hjá Þór og það nýttu gestirnir sér til hins ýtrasta. Skallagrímur vann síðari hálfleikinn 30:61 og náðu þeir um tíma 37 stiga forskoti.
Arturo sem átti mjög góðan fyrri hálfleik var algerlega týndur í þeim síðari og skoraði ekki eitt einasta stig. Toni sem var með 9 stig í fyrri hálfleik bætti sex stigum í safnið og endaði með 15 stig. Smári tók til sinna ráða og kom mjög öflugur inn á lokasprettinum og skoraði 15 stig.
Í liði gestanna var Keith Jordan frábær og skoraði 31 stig og var með 12 fráköst. Björgvin Hafþór 19 stig og 10 fráköst, Milorad Sedlarevic var með 17 stig og Bergþór Ægir 15.
Trúlegt má telja að Þórsarar vilji gleyma síðari hálfleiknum sem allra fyrst en eins og tölurnar sýna sáu þeir aldrei til sólar í síðari hálfleik.
Stórsigur Skallagríms var mjög sannfærandi og sanngjarn.
Gangur leiks eftir leikhlutum: 21:27 / 23:20 (44:47) 15:38 / 15:23 = 74:108
Viðtal við Óskar Þór Þorsteinsson
Áfram Þór alltaf, alls staðar