Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Orkan og Knattspyrnudeild Þórs hafa komist að samkomulagi um að gera með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára.
Auglýsingum frá Orkunni verður komið upp við VÍS-völlinn og í Bogann og bætist Orkan þar með í hóp samstarfssaðila sem eru mikilvægir þátttakendur í því að knattspyrnudeild geti haldið úti blómlegu starfi. Fyrir það erum við Þórsarar afar þakklátir.
Orkan rekur 72 sjálfsafgreiðslustöðvar um allt land en þrjár þeirra eru staðsettar á Akureyri, á Hörgárbraut, Furuvöllum og Mýrarvegi. Á Hörgárbraut býðst viðskiptavinum Orkunnar einnig að hraðhlaða rafmagnsbíla og eru fleiri nýjungar framundan sem þau hlakka til að kynna.
Samstarfssamningurinn mun styðja við starf meistaraflokks og yngri flokka sem hefur aldrei verið umfangsmeira. Til glöggvunar eru Íslandsmót yngri flokka nú í fullum gangi og hefur Þór líklega aldrei í sögu félagsins teflt fram jafn mörgum liðum í Íslandsmóti og nú en alls eru 26 lið á vegum Þórs í 2-5.flokki karla og kvenna.
Okkar iðkendur verða á fleygiferð um allt land í sumar og mikilvægt að eiga góða samstarfsaðila í þeirri baráttu. Við bjóðum Orkuna velkomna í Þorpið!