Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA vann öruggan sigur á liði Tindastóls í fyrsta leik liðsins í Kjarnafæðismótinu í kvöld, 5-0.
Þór/KA hafði góð tök á leiknum allan tímann og hefðu með betri færanýtingu getað unnið með enn meiri mun.
Þrjú mörk komu í fyrri hálfleik, fyrst tvö mörk frá Söndru Maríu Jessen og svo eitt frá Margréti Árnadóttur. Margrét skoraði svo aftur í seinni hálfleiknum og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir skoraði fimmta markið.
Tvær stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki, báðar fæddar 2007, komu við sögu í leiknum í kvöld. Kolfinna Eik Elínardóttir var í byrjunarliðinu og Karlotta Björk Andradóttir kom inn sem varamaður í seinni hálfleiknum. Þær spiluðu báðar með Þór/KA2 í sigrinum á FHL um liðna helgi, en þetta eru tveir fyrstu leikir þeirra með meistaraflokki. Kjarnafæðismótið er að vísu flokkað sem æfingamót hjá KSÍ og þessir leikir því ekki formlega meðal meistaraflokksleikja, ef út í það er farið.
Eins og áður tefldi Þór/KA fram ungu liði í leiknum í kvöld. Ef frá eru taldar þær fjórar elstu, Sandra María, Harpa, Margrét og Hulda Björg eru leikmenn sem voru í hóp í dag í árgöngum 2003-2007.
Leikskýrslan á vef KSÍ.
Mótið á vef KSÍ.
Þetta var lokaleikur hjá Þór/KA-stelpum á þessu ári, en næsti leikur er innbyrðis leikur okkar liða, Þórs/KA og Þórs/KA2 í Kjarnafæðismótinu sunnudaginn 8. janúar kl. 15.