Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Áttunda umferð Bestu deildarinnar hefst í dag þegar Þór/KA tekur á móti Selfyssingum á Þórsvellinum. Leikurinn hefst kl. 16.
Þessi lið hafa mæst 20 sinnum í efstu deild Íslandsmótsins. Þór/KA hefur unnið níu leiki, Selfoss sjö og fjórum sinnum hefur orðið jafntefli. Selfoss vann báðar viðureignir liðanna í Bestu deildinni í fyrra og leik liðanna í Mjólkurbikarnum einnig. Liðin mættust í Lengjubikarnum í mars og þann leik vann Þór/KA 7-2.
Eftir sjö umferðir situr Þór/KA í 6. sæti deildarinnar með níu stig, en Selfoss er í 10. sætinu með fjögur stig. Selfyssingar hafa unnið Tindastól heima og gert jafntefli við Val á útivelli.
Við hvetjum okkar fólk til að fjölmenna á Þórsvöllinn, fylla stúkuna, og styðja stelpurnar. Fyrir þau sem ekki komast á leikinn er rétt að benda á að hann verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.
Staðan í deildinni eftir sjö umferðir: