Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Stelpurnar í Þór/KA, sem keppa reyndar undir merkjum Þórs/KA/Völsungs/THK, í 2. flokki U20 í knattspyrnu urðu í kvöld bikarmeistarar með 4-1 sigri á Selfyssingum. Stutt er síðan liðið vann Íslandsmeistaratitilinn.
Þór/KA komst yfir um miðjan fyrri hálfleik, en gestirnir jöfnuðu undir lok hálfleiksins. Staðan jöfn í leikhléi. Þrjú mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleiknum og þau voru öll réttu megin, niðurstaðan því 4-1 sigur. Það voru þær Emelía Ósk Kruger, Karen Hulda Hrafnsdóttir, Angela Mary Helgadóttir og Bríet Fjóla Bjarnadóttir sem skoruðu mörkin fyrir Þór/KA, en Embla Katrín Oddsteinsdóttir skoraði eina mark gestanna.
Nánar er fjallað um leikinn á thorka.is.
Bikarmeistarar í 2. flokki U20. Aftari röð frá vinstri: Pétur Heiðar Kristjánsson þjálfari, Ólína Helga Sigþórsdóttir, Bríet Fjóla Bjarnadóttir, Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir, Eva S. Dolina-Sokolowska, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Karen Hulda Hrafnsdóttir, Kolfinna Eik Elínardóttir, Dagbjört Rós Hrafnsdóttir, Amalía Árnadóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Nína Rut Arnardóttir, Krista Dís Kristinsdóttir, Jóhann Hreiðarsson þjálfari, Katla Bjarnadóttir, Bríet Jóhannsdóttir og Margrét Árnadóttir þjálfari.
Fremri röð frá vinstri: Júlía Karen Magnúsdóttir, Aníta Ingvarsdóttir, Rut Marín Róbertsdóttir, Anna Guðný Sveinsdóttir, Tinna Sverrisdóttir, Sonja Björg Sigurðardóttir, Emelía Ósk Krüger fyrirliði, Angela Mary Helgadóttir, Hildur Anna Birgisdóttir, Arna Rut Orradóttir og Júlía Margrét Sveinsdóttir.