Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar fara vestur á Ísafjörð í dag og mæta þar heimamönnum í Vestra í 13. umferð Lengjudeildarinnar. Leikurinn hefst kl. 14.
Þó leikurinn í dag sé í 13. umferð mótsins er þetta engu að síður 12. leikur Þórsliðsins í deildinni þar sem leik liðsins gegn Gróttu var frestað í tengslum við þátttöku Íslands í lokamóti EM U19 sem fram fór fyrr í mánuðinum.
Leikurinn verður í beinu streymi á YouTube-rás Lengjudeildarinnar.
Þessi lið hafa ekki mæst oft í næstefstu deild Íslandsmótsins enda er Vestri ekki gamalt félag sem slíkt. Í átta viðureignum þessara liða í næstefstu deild hafa Þórsarar tvisvar unnið, en Vestri fjórum sinnum. Þór vann leik liðanna í fyrri umferð deildarinnar í vor, 2-1. Þór vann einnig heimaleikinn gegn Vestra í fyrrasumar, 1-0, en jafntefli varð í fjörugum leik fyrir vestan, 3-3.
Fyrir leikinn í dag er Þór í 8. sæti deildarinnar með 14 stig úr 11 leikjum, en liðin hafa leikið mismarga leiki. Þróttarar eru einnig með 14 stig, en hafa leikið einum leik meira. Vestri er stigi á eftir Þór og Þrótti.
Leikurinn verður í beinu streymi á YouTube-rás Lengjudeildarinnar: